Velkomin(n) á Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins.
Kauptu lyftumiða á netinu og farðu beint í brekkurnar

Kauptu miða

Gönguskíði

Click here for English.

Þú getur keypt aðgang að göngusvæðinu á þrennan hátt:

1. Fyllt á harða kortið sem þú átt á www.skidasvaedi.is og farið beint að skíða! 
Þú þarft að hlaða upp mynd af handhafa kortsins og hafa harðakortið við hendina þegar þú kaupir vetrarkortið.

2. Ef þú átt ekki harða kortið frá Skidata, getur þú keypt það hér, með aðgangsmiðanum, hlaðið upp mynd og sótt í miðasölu lúgu í Bláfjallaskála

3.
Keypt dagskort á netinu. Á kvittun fyrir dagskortinu sem þú færð senda í tölvupósti er QR kóði sem hægt er að prenta út eða vera með í snjallsímanum og bera að leshaus við hlið inn á göngusvæðið.

ATHUGIÐ: Nauðsynlegt er að hlaða upp mynd af handhafa hvers vetrarkorts fyrir öll kort sem keypt eru á netinu!

Allir aðgangsmiðar sem keyptir eru á netinu virkjast í fyrsta skipti sem þú kemur í aðgangshlið við lyfturnar.

Hvert kort er tileinkað einni manneskju. T.d. er ekki heimilt að samnýta vetrarkort á milli fólks né barn/ungmenni að láta foreldri sínu dagskortið sitt í té. Starfsfólk framkvæmir reglulega skoðun á kortum á svæðinu. Misnotkun á kortum leiðir til lokunar á korti.

Kaup á vetrarkortum er á ábyrgð þess sem kaupir. Engin endurgreiðsla eða afslættir verða veittir vegna mögulegra lokunar vegna faraldra, veðurs eða snjóleysis.



Gildir veturinn 2024-2025
The filter produced no results. Please try a different combination.